Vær teppi
Vær teppi
Vær teppi
Vær teppi
Vær teppi

Vær teppi

Venjulegt verð 19.500 kr Útsala

Hönnun: Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir (umemi.com)

Um hver mánaðarmót birtir Veðurstofa Íslands töflu með yfirliti daglegra mælinga frá fjórum skeytastöðvum: í Reykjavík, á Akureyri, á Keflavíkurflugvelli og á Höfn í Hornafirði. Töflur frá þessum stöðvum ná aftur til ársins 1949 í Reykjavík og á Akureyri, 1952 á Keflavíkurflugvelli og 1965 á Höfn, en staðirnir fjórir voru valdir vegna greiðra flugsamgangna fyrir tíma tölvunnar.

Teppin fjögur sem skipa Vær eru hönnuð með þetta margbreytilega veðurfar Íslands í huga. Notast er við mælingarnar frá stöðvunum fjórum og eitt ár valið af handahófi frá hverri stöð fyrir hvert teppi. Útkoman er mynstur sem er að mestu leyti skapað af veðráttunni sjálfri en með smá hjálp frá mannshöndinni.

Teppin eru ofin í Svíþjóð úr lífrænni bómull af Ekelund sem hefur verið starfandi síðan 1692 og er ein vistvænasta textílverksmiðja heims. 

Bleikt: Meðalhiti á Keflavíkurflugvelli árið 1969
Blátt: Magn regnfalls á Höfn í Hornafirði árið 1993
Brúnt: Magn snjófalls á Akureyri árið 2015
Gult: Magn sólar í Reykjavík árið 1949