
Samband mannverunnar við steina og kristalla í gegnum tíðina hefur verið síbreytilegt. Heimildir um notkun á steinum til verndar má rekja nokkra tugi þúsunda ára aftur í tímann og enn í dag leitum við hjálpar hjá þessum dýrgripum náttúrunnar í sjálfsvinnu, -skoðun og -vernd.
Kristallar minna okkur á fegurðina og fjölbreytileikann sem náttúran hefur uppá að bjóða, þeir hjálpa okkur að setja ásetninga og að stilla inná þá tíðni þar sem við náum að rækta sálina og tengjast okkur sjálfum betur.